Margrethe blog

Vangaveltur Margrethe 

 

Hér mun ég deila mínum skoðunum um lífið , heilsuna og tilveruna. 

Vona að þið njótið með mér :)

Lífið er of stutt til að bíða 

 

 


Afhverju sækjumst við eftir því að vera samfélagslega samþykkt ?

Frá því ég man eftir mér reyndi ég að eltast við einhverja staðalímynd langt fram á fullorðinsár, þar til ég rankaði við mér fyrir nokkrum árum síðan, og ákvað að fólk yrði bara að taka mér nákvæmlega eins og ég er í öllu mínu veldi x 2.Ég ólst ekki upp í venjulegu umhverfi og kanski þess vegna sóttist ég ætíð að verða eins normal og aðrir það er að segja ef það er til eitthvað norm.. Ég leitaðist eftir að falla inní crowdið og vera samþykkt nema hvað ég lenti alltaf á vitlausa staði, hjá fólki sem var ekki tilbúið að samþykkja mig eins nákvæmlega og ég er og ég hunsaði já fólkið sem vildi taka mér eins og ég er hvort sem ég var mjó , feit eða fit jájá ég er búin að prófa allann skalann frá 50 kg uppí 105 kg. Sem betur fer veit ég betur í dag. Fram yfir 30 tugt var ég enn að góma mig að reyna að fitta inní staðalímynda vera fit mamma , vera aktív vinkona, vera fyrirmyndarmóðir, vera góð eiginkona , vera góður starfskraftur, vera allt ... Vitiði hvað ? ég endaði í burnouti og í endurhæfingu ,undan þeim þrýsting að vera þessi ofurkona sem ég var, en ég veit í dag að ofurkona er kona sem setur sjálfa sig í fyrsta sæti og hugar að eigin heilsu , líkama og sál. Ég þarf að minna á á hverjum degi að ég er nóg, ég er að gera mitt besta sem þjálfari , sem móðir sem eiginkona og sem vinkona. Munurinn á mér í dag og áður er að ég reyni að þekkja mín mörk, ég reyni að staldra við þegar álagið snarhækkar og stoppa og ath , hvar get ég skorið niður. Er eitthvað fólk í kringum mig sem ég þarf að setja bremsur á o.sv.fr. Ef ég er nóg þá ert þú nóg , það eru allir nóg og við þurfum öll að hætta við að leitast eftir að vera samþykkt út á við , við þurfum fyrst og fremst að samþykkja okkur sjálf til þess að finnast við nóg. Ég fylgist óðum með body positive vaxa og dafna í samfélaginu , og ég er dyggur stuðningsmaður þess. Ég ætla og er alltaf að læra að elska mig nákvæmlega eins og ég er hverju sinni EN ég samþykki ekki ofbeldi gagnvart sjálfum sér. Hvað er ofbeldi gagnvart sjálfum sér ? ‚Eg hugsa að það , að við séum að fara illa með okkur, við dælum allsskonar óþarfa í okkur, sykur og allskonar kemísk efni og tölum illa við okkur, eitthvað sem við myndum aldrei gera gagnvart öðrum. Ég samþykki samt ekki lífstílstengda sjúkdóma sem þjálfari , eitthvað sem fólk kemur sér í sjálft , nú verður sennilega allt vitlaust. Lífstílstengdir sjúkdómar eru áunnin sykursýki offita og þessa háttar. Mér hefur alltaf verið sama hvernig fólk er í holdafari svo lengi sem það er heilbrigt á líkama og sál. Body positive snýst um að elska og næra líkama og sál með því sem okkur líður vel af. Næra líkamann með fjölbreyttu fæði, hreyfa okkur eftir getu og umfram allt elska okkur því við erum nóg . Ég vona svo innilega að ég nái til þó ekki nema til eins aðila , sem ætlar að læra að elska sjálfan sig , læra að þú ert nóg og verður alltaf nóg. Góða helgi allir !

I'm a paragraph. Click here to add your own text and edit me. I'm a great place for you to tell your story and let your visitors know a little more about you.